Karlmenn hafa lengi verið allsráðandi í grínbransanum og erfitt fyrir konur að komast að, hvað þá að segja grófa eða dónalega brandara líkt og karlarnir. Sem betur fer er þróunin í jákvæða átt og á undanförnum árum höfum við séð fjöldamörg dæmi þess að konur séu að skrifa handrit, leikstýra, framleiða og leika í gamanþáttum og -myndum. Þær veigra sér ekki við því að vera grófar eða sóðalegar – svo lengi sem það er fyndið. Hér eru nokkrar þekktar bráðfyndnar konur og pælingar þeirra um eigin fyndni.Fyndnar konur

 

Miranda Hart: „Ég sé sjálfa mig sem grínista, frekar en kvenkyns grínista. Það vill bara svo til að ég er kona en ég er grínisti að atvinnu.“

Fyndnar konur
Sarah Millican: „Systir mín grínast stundum með það að við séum öll fyndin í fjölskyldunni en ég sé bara sú eina sem fái borgað fyrir það.“

Fyndnar konur
Joan Rivers „Ég var ekki fallegt barn. Það er ekki til kvenkyns grínisti sem var falleg sem barn.“

Fyndnar konur

 

Tina Fey: „Einhvern tímann í grunnskóla áttaði ég mig á því að ég gæti komið mér í mjúkinn hjá fólki með því að koma því til að hlæja. Ég var í raun bara að reyna að fá hina til að líka vel við mig en eftir smátíma varð grínið eitt af sérkennum mínum.“

Fyndnar konur

 
Amy Poehler: „Að vera bekkjartrúðurinn í skólanum verða karlmenn yfirleitt mjög góðir í að gera grín að öðrum en konur verða góðar í að gera grín að sjálfum sér.“

Fyndnar konur

 
Kristen Wiig „Það eru til svo margar fyndnar konur í heiminum, og hafa verið í mörg ár, svo ég hlakka bara til þess þegar fólk fer að tala um grínmyndir í stað þess að aðskilja kvenna- eða karlagrín og allir fái jöfn tækifæri.“

 
Lena Dunham „Ég hef aldrei litið á sjálfa mig sem fyndna manneskju.“Fyndnar konur

 

Fyndnar konur
Sarah Silverman „Ég held að ég hafi orðið fyndin sem barn af því að ég var gyðingur í bæ þar sem bjuggu engir aðrir gyðingar, grínið varð ósjálfrátt til svo fólk gæti slakað á í kringum mig.“

Fyndnar konur

 
Melissa McCarthy „Ég reyndi að vera „gothari“ þegar ég var unglingur en ég var ekki nógu fúllynd. Ég þóttist vera það en endaði alltaf á því að koma fólki til að hlæja.“

 

Fyndnar konur
Ellen Degeneres „Það er aldrei að vita hvað húmor getur gert. Ég vil gleðja fólk. Ég vil gefa fólki tækifæri til að stíga út fyrir þær aðstæður sem það er í og vera hamingjusamt. Það er eina ástæðan fyrir því að ég geri það sem ég geri.“

 

Umsjón: Hildur Friðriksdóttir

Related Posts