Elín Oddný (35) og Unnur Tryggvadóttir (26) stofna félag:

 

Fullt hús „Þetta var rosalega vel heppnað, það voru um 140 konur sem mættu,“ segir Elín Oddný, annar stofnenda Félags íslenskra bjóráhugakvenna. Elín og Unnur vinkona hennar segja að mætingin hafi farið fram úr björtustu vonum og eru bjartsýnar á framhaldið. „Við erum núna að skipuleggja jólabjórsmökkun og stefnum að fjórum til sex viðburðum á ári fyrir okkar félagskonur sem tengjast bjórmenningu í víðu samhengi.“

Elín og Unnur segja að það hafi verið löngu tímabært að stofna félag þar sem konur gætu komið saman og rætt saman um bjór. „Hugmyndin af félaginu kom þegar ég og Unnur voru að fá okkur bjór á einum ónefndum bar. Þar tók barþjónninn fram að bjórinn sem við pöntuðum okkur væri ekki stelpubjór og benti okkur á einhvern annan. Þetta var drifkrafturinn sem fékk okkur til að stofna félagið, því það er ekki neitt sem heitir stelpu og strákabjór. Þarna geta stelpur komið saman og rætt flókna og skemmtilega bjóra,“ segir Elín og dreypir á.

STEMNING: Hildigunnur Rúnarsdóttir, Líf Magneudóttir og Hrafnhildur Ragnarsdóttir.

FLOTTAR: Drífa Jónsdóttir, Katrín Rúnarsdóttir og Rún Knútsdóttir.

 

Related Posts