Konráð Valur Gíslason (38) helgar lífið fitnessþjálfun:

Konráð Valur,eða Konni eins og hann er alltaf kallaður, hefur stundað líkamsrækt frá því hann var barn. Hann byrjaði í fótbolta til að „fitta“ inn sem nýi strákurinn í hverfinu, en fann sig í lyftingum og hefur starfað við þjálfun afreksfólks í fitness hálfa ævina. Veikindi ollu því að hann varð sjálfur að hverfa frá keppnum, en í staðinn leggur hann allan sinn metnað í að þjálfa keppnisfólk til verðlaunasæta í stærstu fitnesskeppnum heims.

„Ég var á kafi í fótbolta og frjálsum þegar ég var barn og unglingur,“ segir Konni. „Ég byrjaði tíu ára í fótbolta hjá Fjölni sem var glænýtt félag og ég fór bara til að kynnast krökkum, enda nýr í hverfinu og þekkti engan. Hann segir fótboltann frábæra leið til að kynnast öðrum krökkum og með því að vera í hópíþrótt þá megi koma í veg fyrir að lenda í einelti. Konni var sprettharður og fór einnig að æfa frjálsar íþróttir þar sem hann setti meðal annars Íslandsmet í 4 x 100 metrum. Einnig var hann valinn í landslið undir 16 ára, bæði í fótbolta og frjálsum.

Lestu viðtalið í heild hér.

Related Posts