Jóakim Danaprins (46) og Marie prinsessa (40) voru glæsileg:

Glæsilegur hátíðarkvöldverður var haldinn að Hótel Holti í tilefni af heimsókn prins Jóakims og Marie prinsessu. Margt góðra gesta sat veisluna. Konunglega parið hafði gert víðreist um Reykjavík fyrr um daginn og var dagskráin fjölbreytt og áhugaverð. Þegar góða veislu gjöra skal er vel tilfundið að halda hana í einu af glæsilegasta og virðulegasta hóteli landsins.

Royal Mikil eftirvænting lá í loftinu þegar veislugestir biðu þess að prinsinn og prinsessan gengu í salinn. Gestir dreyptu á dýrindiskampavíni á meðan gestanna var beðið og skröfuðu sín á milli. Um leið og Jóakim og eiginkona hans gengu í salinn þá skullu á þeim blossar frá flassi ljósmyndara sem biðu spenntir með myndavélarnar. En hjónunum fylgdu ljósmyndarar og blaðamenn frá danska blaðinu Billedbladet en það fylgir konungsfjölskyldunni eftir hvert fótmál, innanlands sem og á ferðum hennar erlendis.

IMG_5477

FAGNAÐARFUNDIR: Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur verið vinur dönsku konungsfjölskyldunnar í áratugi og er þeim vel til vina.

Á matseðlinum var boðið upp á allt það besta, íslenskan humar í forrétt og nauta- og lambalund í aðalrétt. Vel samsettur matseðill sem höfðaði til allra. Veislan stóðst allar væntingar sem konungleg veisla og virtust hjónin njóta þess sem fram var borið.

IMG_5415

SPENNT: Mette Kjul Nielsen, sendiherra Dana á Íslandi, og Friðgeir Ingi Eiríksson, yfirkokkur á Holtinu, voru spennt fyrir kvöldinu en þau áttu veg og vanda af skipulagningunni.

 

IMG_5454

SMEKKLEG: Marie er þekkt fyrir að vera smekklega til fara. Hún klæddist svörtum síðbuxum og fallegum dökkum jakka sem stirndi á. Hún fagnaði nýlega fertugsafmæli sínu sem voru gerð góð skil í dönskum fjölmiðlum.

Related Posts