Guðrún Eva (39), Steinunn Sig (65), Gyrðir (54) og Steinar Bragi (40) gera það gott:
Íslendingar eru þekktir um allan heim fyrir að vera bókmenntaþjóð. Íslendingasögurnar eru hornsteinn menningararfs þjóðarinnar og aðrar þjóðir líta okkur öfundaraugum fyrir að geta lesið og skilið tungumálið sem þær voru ritaðar á fyrir hátt í 1000 árum.
Peningar og list Við eigum flesta rithöfunda sem hlotið hafa Nóbelsverðlaun miðað við fólksfjölda og útgáfa bóka er hvergi blómlegri en hérlendis. Útlendingum þykir jólabókaflóðið stórmerkilegt og trúa því vart að svo margar bækur komi út á Íslandi á hverju ári. Hvergi í heiminum er jafnmikið læsi og á Íslandi og nánast allir landsmenn, sem komnir eru á skólaaldur, kunna að lesa. Stjórnvöld leggja áherslu á að viðhalda þessari menningarhefð og hluti af því er að styrkja rithöfunda með fjárframlögum til ritstarfa.
Sumir eru heppnir
Rithöfundar eru fjölmennasti hópur listamanna sem þiggur listamannalaun og nema þau um 339.000 krónum á mánuði og greidd út sem vektakalaun. Listamenn fá úthlutað listamannalaunum frá þremur til 18 mánaða eða til sérstakra verkefna. Stundum er erfitt að henda reiður á hvað liggur að baki úthlutuninni og sumir verða að sætta sig við að vera alltaf hafnað þrátt fyrir að þeir sæki um á hverju ári. Aðrir eru heppnari og 15 rithöfundar hafa fengið greidd listamannalaun í að minnsta kosti sjö ár á undanförum átta árum ef árið 2016 er talið með.
Þessir fá mest
Þau Guðrún Eva Mínervudóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Gyrðir Elíasson og Steinar Bragi Guðmundsson hafa þegið listamannalaun í hverjum mánuði frá 1. janúar 2009. Fast á hæla þeirra fylgja þær Gerður Kristný Guðjónsdóttir, Þórunn Erlu Valdimarsdóttir og Auður Jónsdóttir sem fengið hafa listamannalaun í 7,75 ár af síðastliðnum átta árum ef árið 2016 er talið með. Aðrir rithöfundar sem fengið hafa listamannalaun í sjö ár eða meira frá árinu 2009 út árið 2016 eru Pétur Gunnarsson (7,5 ár), Kristín Ómarsdóttir (7,25 ár), Bragi Ólafsson (7 ár), Sigurjón B. Sigurðsson – SJÓN (7ár), Sigurbjörg Þrastardóttir (7 ár), Jón Kalman Stefánsson (7 ár) og Hallgrímur Helgason (7 ár).
Rétt er að geta þess að margir rithöfundanna hafa þegið listamannalaun lengur ef litið er lengra aftur í tímann.
Glænýtt Séð og Heyrt er komið út!