Svanhildur Jakobsdóttir, síungur söngfugl:

Söngkonan Svanhildur Jakobsdóttir er í huga margra konan með jólaröddina. Hún hefur fyrir löngu sungið sig inn í hug og hjarta þjóðarinnar og er í huga margra órjúfanlegur hluti jólaundirbúningsins. Svanhildur er með glæsilegri konum landsins og vekur eftirtekt fyrir fegurð og þokkafulla framkomu hvar sem hún fer. Svanhildur er óhrædd við að breyta til og skartar nú töff klippingu með fjólubláum strípum.

43. tbl. 2015, fjólublátt hár, SH1510222729, söngkona, Svanhildur Jakobsdóttir, tónleikar, ungleg, útlit

GLÆSILEG: Svanhildur er svo sannarlega glæsileg kona.

Töff  „Ég settist í stólinn og bað um breytingu. Ég vildi fá meiri teikningu og andstæður, mér fannst ég eitthvað svo flöt. Það er yndislegur hárgreiðslumeistari í LA sem ég fer til þegar ég heimsæki dóttur mína. Hann var ekki lengi að ákveða hvernig þetta ætti að vera: „Fjólublátt – hvað segir þú um það?“  Ég sagði bara já, takk, og er ótrúlega sátt við útkomuna,“ segir Svanhildur um nýju hárgreiðsluna.

Lestu allt viðtalið í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts