Söngdívan Beyoncé (34) á marga góða að:

Hún væri líklega ekki kölluð Drottning B (Queen B) ef að stílistans Marni Senofonte nyti ekki við.

Senofonte hefur verið stílisti Beyoncé síðan 2007 og á heiðurinn af útliti hennar í mörgum af hennar þekktustu myndböndum eins og Lemonade og Formation og vann hún jafnframt við Formation og On The Run tónleikaferðalögin.

Senofonte hefur verið í bransanum í nærri 20 ár og meðal þekktra viðskiptavina hennar eru Kim Kardashian, Mary J. Blige og Jay Z.  Það er vert að fylgjast með henni á Instagram þar sem hún rokkar bæði hverdagslúkkið sem það fína, en það er einn litur sem Senofonte klæðist ekki og hefur ekki gert í 15 ár: svartur.

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

Related Posts