Helga Sverrisdóttir (46) styður gott málefni:

Verkefnið Göngum saman miðar að því að safna fé til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Í ár eru það sérhönnuð hálsmenn, hönnuð af Hlín Reykdal, sem eru seld til styrktar verkefninu. Margt var um manninn á vinnustofu Hlínar þegar verkefnið var kynnt. Hálsfestarnar eru einungis fáanlegar í stuttan tíma og eru í takmörkuðu upplagi.

SH-img_3220

BROSMILDAR VINKONUR: Ragnhildur Vigfúsdóttir og Helga Sverrisdóttir brostu sínu breiðasta. Eiginmaður Ragnhildar, Hafliði Helgason, var lengi vel náinn samstarfsmaður Bjarna Ármannssonar, fyrrum bankastjóra Íslandsbanka, sem er kvæntur Helgu.

Mikilvægt „Ég keypti tvö hálsmen, hvort í sínum lit. Ég tel þetta málefni mikilvægt og var því fljót að slá til þegar vinkonur mínarmeðvitaðar um eigin heilsu og það skiptir gífurlega miklu máli að fara í skoðun,“ segir Helga ákveðin.

 

GÖNGUM SAMAN

ÁHUGASÖM: Hlín Reykdal hönnuður sýnir áhugasömum gesti menið. En það er sett saman úr handmáluðum trékúlum og fest saman á silfur- eða gullkeðjur.

 

GÖNGUM SAMAN

VINSÆLT: Hálsmenin koma í tveimur litum, stykkið kostar 15.000 krónur og er upplagið takmarkað og því um að gera að tryggja sér men sem fyrst. Menin fást eingöngu á vinnustofu Hlínar á Fiskislóð.

Related Posts