Heiða Rún (28) kona ársins hjá Nýju Lífi:

Tímaritið Nýtt Líf kynnti val sitt á konu ársins á nýjum veitingastað við Reykjavíkurhöfn; Bryggjan Brugghús.

 

Viðurkenning „Þetta tókst allt ótrúlega vel og var vel sótt,“ segir Erna Hreinsdóttir, ritstjóri Nýs Lífs, og gestir skemmtu sér hið besta.

kona ársins nýtt líf

FORELDRARNIR: Sigurður Marteinsson og Guðrún Árnadóttir, foreldrar Heiðu Rúnar, tóku á móti viðurkenningunni fyrir hönd dóttur sinnar. Með þeim er ritstjórinn á Nýju Lífi, Erna Hreinsdóttir.

Því miður gat Heiða Rún, kona ársins, sjálf ekki mætt vegna anna erlendis en hún fer með eitt aðalhlutverkið í bresku sjónvarpsþáttaröðinni Poldark og gerir það svo vel að eftir er tekið víða um heim.

Það voru foreldrar Heiðu Rúnar, Sigurður Marteinsson og Guðrún Árnadóttir, sem tóku við viðurkenningunni úr höndum ritstjóra Nýs Lífs og voru að vonum bæði ánægð og stolt og fóru heim með glæsilegt úrval snyrtivara og skart sem hæfir konu ársins.

kona ársins

KONA ÁRSINS: Heiða Rún í Poldark.

„Heiða Rún hefur á skömmum tíma vakið mikla og verðskuldaða athygli í heimi leiklistarinnar. Þarna er á ferð hugrökk og metnaðarfull kona sem er rétt að byrja ferilinn og svo sannarlega vel að þessari nafnbót komin,“ segir Erna Hreinsdóttir ritstjóri.

 

kona ársins nýtt líf

HEILDSALINN: Halldór Kjartansson, einn af eigendum heildsölunnar Kj. Kjartansson, var í góðum félagsskap Önnu Grétu Oddsdóttur jógakennara sem jafnframt er blaðamaður á Nýju Lífi.

 

kona ársins nýtt líf

SÆLAR: Aldís Pálsdóttir ljósmyndari og Linda Jóhannesdóttir frá Húsi og híbýlum voru ánægðar með samkomuna og valið á veitingastaðnum sem þeim þótti frábær.

 

kona ársins nýtt líf

SÆT SAMAN: Rut Sigurðardóttir, yfirljósmyndari Birtíngs, í góðum gír með stílistanum Stefáni Svan.

 

kona ársins nýtt líf

SVALAR: Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður og Pattra frá trendnet.is eru prýði í öllum samkvæmum.

 

kona ársins

Related Posts