Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi, lögga og fyrrum formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, kemur til dyranna eins og hún er klædd og svarar hér spurningum vikunnar.

 

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN?

Þegar ég fór upp á spítala með sjúkrabíl, þriggja ára gömul, eftir að hafa klemmt hluta af litla putta. Kannski er það bara vegna fjölda mynda og upprifjana.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN?

Ég verð að segja hvítvín, þó að bjórinn sé afskaplega góður líka.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN?

Blautur.

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR?

48 klukkutímar í sólarhring.

HVER ER DRAUMABÍLLINN?

Audi.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA?

Engu.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?

Að njóta hvers dags.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?

Að það hafi ekki farið á milli mála hvaða barn ég var á fæðingardeildinni því ég grét alltaf barna hæst.

HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA?

Margaret Thatcher.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?

Ég grét kannski smá yfir stjórnsýslubókinni fyrir síðasta próf.

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?

Suits.

ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN?

Ekkert sérstakt, en hef nú verið kölluð ýmsum nöfnum, svo sem humartík og hrunfreyja.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?

Þau eru ansi mörg, t.d. þegar mér var boðið á deit, út að borða, og hann var ekki með peninga til að borga fyrir matinn, hvorki sinn né minn.

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR?

Það er mjög misjafnt, fyrr en seinna samt, myndi kalla mig A-manneskju.

ÓLAFUR EÐA DORRIT?

Erfitt að velja. Dorrit líklega samt.

ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA? Pass.

BÍÓ EÐA NIÐURHAL?

Horfi mjög lítið á myndir yfirleitt, en bíó verður oftast fyrir valinu.

ICELANDAIR EÐA WOW?

Icelandair.

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU?

Ég á.

KÓK EÐA PEPSÍ?

Hvorugt, enga svarta gosdrykki.

Related Posts