Kolbrún Bergþórsdóttir (57) er á leið í nýja vinnu:

Bókmenntadrottningin og blaðakonan Kolbrún Bergþórsdóttir hefur sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu og er á leiðinni á önnur mið. „Ég er bara að fara í aðra vinnu og þetta er síðasti vinnudagurinn minn á Mogganum,“ segir Kolbrún og þvertekur fyrir að greina frá því að svo stöddu hvert leið hennar liggur úr Hádegismóunum.

Kolbrún hefur komið víða við á löngum fjölmiðlaferli. Hún var blaðamaður á Alþýðublaðinu sáluga og á Degi-Tímanum. Þá var hún lengi vel á DV, fór þaðan á Fréttablaðið og svo á 24 stundir þaðan sem hún fylgdi ritstjóra sínum, Ólafi Stephensen, á Morgunblaðið fyrir nokkrum árum.

Kolbrún er þekkt fyrir viðtöl sín og að sjálfsögðu bókagagnrýni en hún hefur verið fastur gagnrýnandi í Kilju Egils Helgasonar frá upphafi.

 

Nýtt Séð og Heyrt á leiðinni.

Related Posts