Rósa Allansdóttir (53) er óendanlega stolt af dóttur sinni:

Bakstursgleði Evu Laufeyjar náði hámarki nýlega þegar útgáfu bókarinnar Kökugleði Evu var fagnað á Bazaar Oddsson. Þar var boðið upp á freyðivín og dýrðlegar kræsingar úr bókinni, sem Eva töfraði fram og vöktu mikla lukku viðstaddra. Í bókinni er að finna ómótstæðilegar uppskriftir að hinum ýmsu kökum og kræsingum. Myndirnar í bókinni tók Karl Petersson en hann hefur sérhæft sig í matarljósmyndum um árabil og starfaði lengi hjá Gestgjafanum. Móðir Evu Laufeyjar, Rósa Allansdóttir, var auðvitað á svæðinu. Eva er ekki einhama en hún starfar við fjölmiðla líkt og faðir hennar, Hermann Gunnarsson, og á því ekki langt að sækja fjölmiðlaáhugann.

 KÖKUR ,,Mér finnst alveg geggjað að hún skuli gefa út aðra bók. Hún er svo dugleg, er að gefa út bók, er með matreiðsluþætti á Stöð 2 og svo er hún líka í háskóla og að hugsa um fjölskylduna sína,“ segir Rósa og er alsæl með dugnað dóttur sinnar. Rósa segir að þetta sé í genunum, þær séu allar svona mæðgurnar. ,,Við þurfum alltaf að vera með mörg járn í eldinum og vinnum best undir álagi. Áhuginn á köku- og matargerð er greinilega í genunum og við ólumst allar upp við það að mikilvægasta sem hugsað var um á hverjum degi var og er matur. Ég man að þegar ég var krakki var mamma ávallt að spá í mat, allan daginn. Lífið snerist um mat og kökur og gerir enn,“ segir Rósa og skellir upp úr. ,,Stemningin í útgáfugleðinni var frábær í alla staði og bókinni vel tekið. Gleðin var í fyrirrúmi og allir hamingjusamir. Ég er svo glöð fyrir hönd dóttur minna hversu vel tókst til.“

15252554_10154459216239584_1026131830743820688_o

FALLEGAR MÆÐGUR: Mæðgurnar saman, Eva Laufey með dóttur sína, Ingibjörgu Rósu, sem er aðalsmakkari móður sinnar og farin að aðstoða í eldhúsinu.

15259257_10154459216024584_6650181664809424859_o

ÍSSKÁPATEYMIÐ: Gummi Ben., samstarfsmaður Evu Laufeyjar, kom að sjálfsögðu og fagnaði í tilefni útgáfu nýjustu bókarinnar, Kökugleði Evu, og mætti með börnin. Eva Laufey og Gummi Ben. stýra saman þættinum Ísskápastríð sem hóf göngu sína á dögunum á Stöð 2.

15271843_10154459216379584_3408053948274055447_o

FALLEG FEÐGIN: Sindri Sindrason lét sig ekki vanta í útgáfugleðina og mætti með dóttur sinni.

15288522_10154459216094584_6831154775345290429_o

BARNALÁN: Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports, og Nína Dögg Filippusdóttir, mágkona hennar og leikkona, mættu með börnin og skemmtu sér vel.

15289278_10154459216634584_5067266015321164233_o

REYNSLUBOLTAR: Karl Petersson, ljósmyndari bókarinnar, var í góðum félagsskap með þeim Sigurði Grendal Magnússyni og Sigríði Björk Bragadóttur, fyrrverandi ritstjóra Gestgjafans, núverandi eiganda SALT ELDHÚSS.

15304412_10154459214314584_264715196561735625_o

AFINN: Siggi Hall með dótturdóttur sinni á góðri stund í útgáfugleðinni.

15304432_10154459216289584_5564173594052498835_o

FÖGUR FLJÓÐ: Fríður flokkur vina Evu Laufeyjar var á staðnum og samglöddust þau henni með útgáfu nýjustu afurðarinnar. Þau brögðuðu jafnframt á ljúffengum kræsingum sem voru á öllum borðum og léku við bragðlauka gesta.

15304525_10154459216359584_8921669795392618825_o

SÆLLEG OG FÍN: Svala Ólafsdóttir og Siggi Hall voru í góðum félagsskap með barnabörnunum sem voru alsæl með ljúffengar veitingar að hætti Evu Laufeyjar.

15235387_10154459216209584_58049368657544106_o

SÆTAR: Íris Hrannardóttir og Þórunn Ívarsdóttir, tísku-, förðunar- og lífstílsbloggari með meiru, náðu sér í eintak af Kökugleði Evu og voru hinar ánægðustu með gleðina.

15196078_10154459215839584_8849147660437912097_o

GLEÐIGJAFAR: Samstarfsteymið samankomið á Bazaar Oddsson í tilefni útgáfunnar.

15195958_10154459215809584_8175318076418916388_o

FLOTTAR SAMAN: Tengdamóðir Evu Laufeyjar, Ingibjörg Pálmadóttur, fyrrverandi ráðherra, kom ásamt vinkonu sinni og þær nutu girnilegra veitinga í tilefni dagsins.

15195951_10154459216559584_729467269064706819_o

ÖMMUGULL: Rósa með ömmugullið sitt, Ingibjörgu Rósu, dóttur Evu Laufeyjar og Haralds.

Séð og Heyrt elskar góðar kökur.

Related Posts