Áfengi hefur leikið stórt hlutverk í kvikmyndum í gegnum tíðina. Það hafa eflaust flestir James Bond-aðdáendur til dæmis muldrað línuna „shaken, not stirred“ og vísað þar í Vodka Martini-drykk 007. Hvort drykkirnir sem hér verða taldir upp bragðast vel eður ei verður að liggja á milli hluta en þeir eru svo sannarlega eftirminnilegir.

 

The Big Lebowski – White Russian

Bíó

The New York Times gaf út grein þar sem þeir tileinka Cohen-bræðrum endurfæðingu White Russian með mynd sinni, The Big Lebowski. The Dude drekkur White Russian í gegnum alla myndina og gallharðir aðdáend738ur The Big Lebowski taka ekki annað í mál en að súpa á Hvítum Rússa. Örugglega vinsælasti kokteill sem komið hefur fram í kvikmynd ef frá er talinn Vodka Martini-kokteill James Bond.

Uppskrift:

2 oz vodka

1 oz Kahlua eða annar kaffi-líkjör

1 oz mjólk
Hrist saman og borið fram með klökum.

 

The Seven Year Itch – Whiskey Sour

Bíó

Myndin skartar einu frægasta atriði kvikmyndasögunnar þar sem Marilyn Monroe stendur yfir loftræsikerfi á gangstétt sem þeytir kjól hennar upp, ásamt því að innihalda einhverja bestu uppskrift að morgunmat. Richard Sherman, maðurinn sem reynir að halda framhjá eiginkonu sinni, segir við ritara sinn: „Ég get alveg útbúið minn eigin morgunverð. Ég fékk mér hnetusmjörssamloku og tvo Whiskey Sour.“

Whiskey Sour kom fyrst á sjónarsviðið í dagblaði í WiWhiskey Sour mixed drink with cherry and orange slice on white backgroundsconsin árið 1870. Önnur saga segir að ensk þjónustustúlka hafi fundið drykkinn upp þegar hún opnaði bar í Perú á svipuðum tíma.

Uppskrift:

 

1 ½ oz af Bourbon viskí

1 ½ oz af sítrónusafa

½ – ¾ teskeið af sykri

appelsínusneið

1 kokteilber

Hrist vel og borið fram með klökum.

Casablanca – French 75

Bíó

Fjölmargir kokteilar fylla upp í daga og nætur Casablanca. Myndin fer fram að mestum hluta á Rick´s-barnum en þar er engan drykk að finna sem er jafnáhugaverður ogBíó French 75, uppáhaldsdrykkur Yvonne.

Svakalegur kokteill sem ber nafn með rentu en hann er skírður eftir 75 mm M1987, léttri en ótrúlega kraftmikilli byssu sem varð aðalvopn Frakka í fyrri heimsstyrjöldinni. Þessi drykkur gefur þér algjört „kikk“ og skellir þú miklu fleiri en tveimur í þig muntu sparka upp hurðinni hjá fyrrum kærustunni og kalla hana Ingrid Bergman.

Uppskrift:

2 oz London Dry Gin eða koníak

1 ½ oz af ferskum sítrónusafa

5 oz af kampavíni

1 teskeið af sykri

½ oz af sítrónusafa

Hristið vel með klaka, fyrir utan kampavínið, í kokteilhristara. Hellið út í Collins-glas sem er hálffullt af klökum og hellið síðan kampavíninu yfir.
 

Casino Royale – Vesper

Bíó

Augljósa valið hér væri Vodka Martini-drykkur Bond en það er þó þessi sem byrjaði „shaken, not stirred“-æðið en hér erum við auðvitað að tala um hinn klassíska Vesper sem er fyrsti einkennisdrykkur 007 í skáldsögunni Casino Royale frá 1953 sem kynnti Bond til leiks. Það voru þó ekki allir sem könnuðust við Vesper áður en Casino Royale-myndin frá árinu 2006 kom út. Ian Flemming Bíóhöfundur Bond-bókanna hannaði þennan drykk, eða gaf honum allavega nafn. Daniel Craig pantar þennan drykk í Casino Royale og nefnir hann strax Vesper eftir gagnnjósnaranum Vesper Lynd. „Út af bitru eftirbragðinu?“ spyr Vesper. „Nei, því þegar þú hefur smakkað hann viltu ekki drekka neitt annað,“ svarar
Bond.

Sá sem vill þó blanda þennan mun strax lenda í vandræðum þar sem Gordon´s Dry Gin hefur breyst, 94-proof 47% ginið er ekki lengur til og Kina Lillet er ekki lengur fáanlegt en þó er hægt að nota Lillet Blanc í staðinn.

Uppskrift:

3 oz London Dry Gin

1 oz vodka

½ oz Lillet Blanc

Hristið með klaka þar til drykkurinn er kaldur og berið fram með þunnri sneið af sítrónuberki „í djúpu kampavínsglasi“ því Bond segir í skáldsögunni: „Ég fæ mér aldrei meira en einn drykk fyrir kvöldmat en ég vil þó að þessi drykkur sé stór, mjög sterkur og mjög vel gerður.“

 

 

Sex and the City – Cosmopolitan

Bíó

Hver sá sem hefur horft á Sex and the City ætti að þekkja til Cosmopolitan-kokteilsins. Uppáhaldsdrykkur stelpnanna og saman eru þær einstaklega duglegar að súpa á þessum fagurbleika drykk.

Bíó

Uppskrift:

2 oz vodka

1 oz Cointreau

1 teskeið af sítrónusafa

½ bolli af trönuberjasafa

Hrist saman með klaka þangað til drykkurinn verður kaldur.

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts