Mána Jónsdóttir (22) hitti frægan mann:

IMG_9067

FLOTT Í GULU: Mána Jónsdóttir starfar á veitingastaðnum Sushisamba. Hún stefnir að því að verða læknir í framtíðinni en hefur einnig hug á að starfa sem fyrirsæta.

Á mildu sumarkvöldi í Reykjavík settust tvær vinkonur inn á veitingahúsið Vegamót og fengu sér kvöldmat. Mána Jónsdóttir og vinkona hennar áttu ekki von á því að hitta einn frægasta leikara í heimi sem sat gegnt þeim á næsta borði.

Stjarna „Ég hélt fyrst að þetta væri Russel Crowe, þeir eru svo líkir,“ segir Mána Jónsdóttir sem fékk heldur betur óvæntan bónus með kvöldmatnum.

butler mána

HANN BAÐ UM MYND: Gerard Butler dáðist að fegurð Mánu og bað um mynd með henni.

„Hann var staddur hér í einhverri myndatöku. Þegar við komum inn á veitingastaðinn var hann búinn að borða og var að drekka kaffi. Hann sat með konu sem ég held að hafi verið konan hans, hún lét ekki mikið fyrir sér fara, var með derhúfu og horfði ekki til okkar. Hann hins vegar gat ekki hætt að horfa á mig, ég tók ekkert eftir því fyrr en vinkona mín benti mér á það.“
„You are so beautiful“
Mána og vinkona hennar reyndu eftir bestu getu að láta lítið fyrir sér fara, vildu ekki trufla stórstjörnuna. Þegar hann var að yfirgefa staðinn þá gekk hann beint til þeirra og spurðu hvort þær vildu mynd.

„Þetta var bara eins og í einhverri bíómynd, hann gekk til mín og sagði: „You are so beautiful.“ Ég varð bara orðlaus og roðnaði. Hann spurði hvort ég vildi ekki mynd af sér með mér og ég sagði auðvitað bara já.“

Lyktaði vel
„Hann er miklu myndalegri í alvörunni og svo var hrikalega góð lykt af honum. Ég spurði auðvitað hvort ég mætti knúsa hann og það var ekkert mál. Ég fann hvað hann er stæltur þegar ég tók utan um hann. Ég hef ekki séð margar myndir með honum en ég sá 300 og hann var hrikalega flottur í henni,“ segir Mána sem skemmti sér vel yfir þessari óvæntu uppákomu.

Related Posts