Kafteinn Pírata, Birgitta Jónsdóttir, er áhugaverður karakter sem hefur lífgað upp á íslensk stjórnmál svo eftir hefur verið tekið. Hún svarar spurningum vikunnar.

 

DONALD TRUMP ER …? Skringilegur.

 

HVAÐA TEGUND AF TANNKREMI NOTARÐU? Sensodyne.

 

SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN? Grænmetis-lasagna með góðum osti, salati og hvítlauksbrauði. Pavlova í eftirrétt.

 

BRENND EÐA GRAFIN? Brennd.

 

MÉR FINNST GAMAN AÐ …? Þvælast úti í náttúrunni.

 

HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA? Ég fæ mér soyapylsu og þá með öllu nema lauk.

 

FACEBOOK EÐA TWITTER? Twitter.

 

HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG? Hvergi, geri það sjálf.

 

BORÐARÐU SVIÐ? Nei.

 

HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN? Allskonar.

 

HVAÐ ERTU MEÐ Í VINSTRI VASANUM? Ekkert.

 

BJÓR EÐA HVÍTVÍN? Hvítvín.

 

UPPÁHALDSÚTVARPSMAÐUR? Frosti Logason.

 

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Vandræðalegur.

 

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? Hef þegar gefið út fyrsta bindið af  sálfsævisögulegri skáldsögu sem heitir Dagbók kameljónsins. Næsta hefur ekki fengið nafn.

PÍRATI: Birgitta Jónsdóttir svarar spurningum.

PÍRATI: Birgitta Jónsdóttir svarar spurningum.

 

HVER ER DRAUMABÍLLINN? Topplaus Tesla.

 

FERÐU Í KIRKJU? Nei.

 

LANDSPÍTALI VIÐ HRINGBRAUT? Laga og byggja á öðrum stað … hugsa til framtíðar.

 

FALLEGASTI STAÐUR Á LANDINU? Snæfellsnes.

 

KJÖT EÐA FISKUR? Hvorugt.

 

GIST Í FANGAKLEFA? Nei.

 

DRAUMAFORSETI? Best að leggja embættið niður.

 

STURTA EÐA BAÐ? Bað.

 

REYKIRÐU? Stundum.

 

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA? Náttkjól.

 

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Að eignast börn.

 

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?  Stóri skjálfti.

 

ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU?  Nei.

 

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Ruglaðist á nafni á manneskju sem ég var að kynna á bókmenntakvöldi 1995.

 

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? 5.

 

ICELANDAIR EÐA WOW? Icelandair.

 

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU? Á.

 

ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA? Bæði mínus öfgamenn beggja þjóða.

 

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA? Net.

 

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN? Mamma að syngja fyrir mig.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts