Frábær eplakaka hjá Evu Laufeyju, dóttur Hemma Gunn. Kaka sem Adam í aldingarðinum Eden hefði ekki fúlsað við ef Eva hans þar hefði boðið upp á eina.

 

Berið kökuna fram heita eða volga, til dæmis með rjóma eða ís

150 g sykur

3 egg

60 g smjörVI1410086580_003

1 dl mjólk

150 g Kornax-hveiti

2 tsk. lyftiduft

1 tsk. salt

2 tsk. vanillu-extract eða -sykur

3 græn epli

2 msk. sykur

2 tsk. kanill

VI1410086580_003

Hitið ofninn í 180°C. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Bræðið smjör, bætið mjólkinni saman við smjörið og hellið út í deigið í nokkrum skömmtum. Sigtið þurrefnin og blandið þeim varlega saman við deigið ásamt vanillu. Rífið marsípan niður og blandið  út í deigið. Skerið eplin í litla teninga og skífur, veltið eplunum upp úr kanilsykri og bætið bitunum út í deigið. Smyrjið 24-26 cm smelluform og hellið deiginu í formið. Raðið eplaskífum ofan á deigið og setjið kökuna inn í ofn við 180°C í 40-50 mínútur. Þegar kakan er tilbúin er afar gott að dreifa ristuðum möndlum yfir hana.

Related Posts