Belle Knox er hrifin af Ayn Rand og Milton Friedman:

Klámstjarnan og háskólastúdínan Belle Knox vill verða stjórnmálamaður í framtíðinni. Hún hefur þegar haslað sér völl í stúdentapólitíkinni í Duke háskólanum í Norður Karólínu þar sem hún er meðlimur í samtökum hægri sinnaðra stúdenta eða Students For Liberty.

Hið rétta nafn hinnar tæplega tvítugu Belle Knox er Miriam Weeks en hún varð heimsfræg í fyrra þegar í ljós kom að hún borgaði rándýr skólagjöld sín í Duke með því að leika í klámmyndum.

Skoðanir hennar eru töluvert langt til hægri eins og fram kemur í viðtali við hana á vefsíðunni businessinsider.com. Þar segir hún að fyrirmyndir sínar í pólitík séu rithöfundurinn Ayn Rand, hagfræðingurinn Milton Friedman og stjórnmálamaðurinn Rand Paul.

Ég er íhaldsöm”, segir Weeks í viðtalinu og bætir því við að hún muni styðja Rand Paul ef hann sækist eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Paul sé enda stúdent frá Duke háskólanum sem sé ein af ástæðunum til þess að vera hrifin af honum.

Related Posts