Trúbadorinn og blúsarinn Kristján Kristjánsson er alltaf á ferð og flugi:

KK nýtur lífsins þessa daganna á ferðalagi um Bandaríkin. Rætur hans þar eru sterkar en hann bjó í Bandaríkjunum um árabil áður en hann sló í gegn á Ísland. Í þetta sinn liggur leið KK um Kaliforníu þar sem hann byrjaði á að heimsækja nokkra Íslendinga í Los Angeles.

Þaðan lá leiðin í  vöggu hippamenningarinnar í San Francisco en hugmyndafræði hippanna hefur alltaf höfðað til KK sem reynir að lifa í Guðs friði. Söngvaskáldið for meðal annars í Haight Asbury sem var Mekka blómatímans og allir voru á sýru á hippaárunum. Þá fór KK að húsi hljómsveitarinar Greatful Dead sem var einn helsti boðberi friðar, sýru og frjálsra ásta.

HAIGHT ASHBURY

SVAKA TRIP: „Lately it occurs to me what a long, strange trip it’s been,“ skrifar KK í Facebook færslu um þessa mynd.

KK Á VISTA DEL MAR STRÖNDINNI Í LOS ANGELES

ÆÐRULAUS: KK skellti sér í siglingu í sólinni fyrir utan strandir Los Angeles.

kk -greatful dead

SÝRA OG BLÚS: 710 Ashbury Street, San Francisco, The Greatful Dead House. Hér bjó hljómsveitin Greatful Dead í kommúnu á sjöunda áratugnum en Húsið var byggt árið 1890.

KK ÞÓRUNN

RAUÐUR MUSTANG: Allar konur hrífast af rauðum Mustang og Þórunn Þórarinnsdóttir  kona KK er engin undantekning.

kk-brauð

BLÚS BRAUÐ „Hér borða menn blús í morgunmat. Fæst í Community Market á Haight Street í San Francisco“ segir KK.

Lesið Séð og Heyrt daglega!

Related Posts