Hinn árlegi kjötsúpudagur var haldinn á Skólavörðustíg um helgina en þetta var í tólfta sinn sem gestum og gangandi er boðið upp á súpuna. Eins og ætíð hófst dagurinn á því að Úlfar Eysteinsson, meistarakokkur á Þremur Frökkum, bar kjötsúpupott inn í Hegningarhúsið fyrir fangana þar. Síðan var byrjað að ausa úr fleiri pottum fyrir þá sem stóðu í biðröðum á öllum þeim stöðum á Skólavörðustíg þar sem súpunni var deilt út.

Þau skilaboð bárust Séð og Heyrt frá föngum úr klefum þeirra í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg að súpan hans Úlfars stæði undir væntingum í húsinu. „Súpan er frábær fyrir skammdegið hjá okkur,“ segir einn fanginn en fangaverðir hússins báru boðin á milli. Úlfar sá til þess að fangarnir fengju fyrstir að smakka.

Related Posts