Heiðrún hönnuður í Dimmblá sendir frá sér nýja línu og er eldhress:

„Nýja fatalínan heitir Relentless og er með ljósmyndir eftir Ragnar Axelsson. Í línunni eru kjólar úr silki og slæður úr ull. Fyrsta fatalínan frá Dimmblá, Norðurljósalínan, kom á markað í desember í fyrra og vakti athygli bæði hér á landi og erlendis. Þá voru notaðar ljósmyndir af norðurljósunum eftir Sigurð Hrafn Stefnisson. Það var ákveðið að endurgera hluta af þeirri línu sem kemur nú aftur í silki og koma með norðurljósaslæðu úr ull.

dimmbla1

Slæðurnar hafa bókstaflega slegið í gegn; þetta er klárlega jólagjöfin í ár enda glæsilegar slæður í fallegum efnispokum. Litirnir eru margbreytilegir í hverri slæðu sem endurspeglar okkar dásamlegu náttúru. Þar af leiðandi hefur hver slæða þann eiginleika að auðveldlega er hægt að brjóta hana saman á marga vegu þannig að það virðist sem að um nýja slæðu sé að ræða“.

dimmbl3

Kjólarnir komu á markaðinn fyrir stuttu og eru í kvenlegum og klassískum sniðum í einstaklega fallegum mynstrum.

Dimmblá framleiðir klassískan, þægilegan, tímalausan tískufatnað með áprentuðum landslagsjósmyndum sem mynda fallegt og skemmtilegt samspil lita og mynstra á nútímakonur úr vistvænum efnum. Dimmblá leggur sitt af mörkum til að vernda umhverfið og með hverri sölu rennur hluti til umhverfissamtakanna Landverndar.

„Það eru margir spennandi hlutir að gerast hjá Dimmblá og er fatalína fyrir næsta ár þegar á teikniborðinu og þemað er einstakt. Una Hlín Kristjánsdóttir fatahönnuður mun sjá um að hanna næstu línu. Eins og alltaf þá er leitast við að sýna og vernda náttúruna og næsta lína mun svo sannarlega gera það á nýstárlegan hátt.“ Segir Heiðrún að lokum.

Nú er að hefjast kynningar og markaðsherferð á nýju fatalínunni bæði hér á landi og erlendis.

Related Posts