Kjartani Atla Kjartanssyni (31) lýst af Hjörvari Hafliðasyni (35):

Þú sérð þau í sjónvarpinu eða á frumsýningum. Þú heyrir í þeim í útvarpinu eða lest um þau í blöðunum. En þekkir þú persónuna á bak við fræga andlitið? Okkur langaði að sjá hvaða manneskjur fræga fólkið á Íslandi hefur að geyma og hvergi er betra að leita en til besta vinar þeirra.

HRESS: Kjartan Atli er hress gaur sem vill öllum vel.

HRESS: Kjartan Atli er hress gaur sem vill öllum vel.

Kostir: Kostir Kjartans er að hann er gríðarlega jákvæður og mjög duglegur. Hann er ákaflega metnaðarfullur og mjög ljúfur einstaklingur. Hann stendur mjög þétt við bakið á fólki sem að standa honum nálægt. Hann er jákvæður garð svona 99,9% fólks. Það skiptir engu máli um hvern er rætt, viðkomandi er alltaf snillingur í hans huga. Hann sér eitthvað jákvætt við alla.

BESTI VINUR: Hjörvar Hafliðason lýsir Kjartani Atla.

BESTI VINUR: Hjörvar Hafliðason lýsir Kjartani Atla.

Gallar: Hann er með lélega húð. Hann er ljótur. Skeggið á honum finnst mér ekki fallegt. Hann er pínu hörundssár, þú þarft að fara svolítið gætilega að honum. Þú þarft að átta þig á að þú ert í návist tilfinningaveru. Fyrir minn smekk þá lætur hann álit annara skipta of miklu máli sem er eitthvað sem hann þarf að læra að hætta að hugsa um.

Teiknimyndapersóna: Ned Flanders, hann er þannig að ef þú slærð hann þá býður hann þér hinn vangann. Hann vill að fólki líki vel við sig.

Besti vinur

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

 

Related Posts