Kim Kardashian (35) og Kanye West (38):

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og rapparinn Kanye West ætla sér að halda nýfæddum syni sínum, Saint West, frá sviðsljósinu.

Kim-Kardashian-Kanye-West-their-daughter-North-West

FJÖLSKYLDA: Kim og Kanye ásamt dóttur þeirra, North.

Engar upptökur eru til af Kim á fæðingardeildinni en hún er vön því að upptökuvélarnar fylgi henni hvert sem hún fer vegna þáttarins Keeping Up With The Kardashians, en Kim og Kanye ákváðu í sameiningu að halda myndavélunum frá.

Þá mun Saint West ekkert koma fram í þáttunum, að minnsta kosti í bili, en North West, dóttir þeirra, kom heldur ekki fram í þáttunum fyrsta árið.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts