Kim Kardashian greindi frá því í viðtali á dögunum að hún hafi grátið þegar eiginmaður hennar, Kanye West, hafi tekið fataskápinn hennar í gegn.

Kanye er þekktur fyrir að fylgja nýjustu og flottustu tískunni og fannst greinilega fatasmekkur eiginkonu sinnar ekki nógu töff.

Kanye fékk stílistann sinn til að taka skápinn í gegn og segir Kim: „Ég fór að gráta þegar ég sá hvað þau höfðu gert við fataskápinn minn. Þarna var fjall af skóm, allir fallegu skórnir mínir og Kanye sagði mér að ég þyrfti að fleygja þeim út því þeir voru ekki nógu töff. Þegar ég skoðaði skápinn aftur þá voru þarna endalaust af fötum og nýjum skóm, margar flíkur eftir hönnuði sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Ég sagði við KAnye að ég myndi treysta honum en ég gæti þó ekki hent öllum skónum mínum. Ég verð þó að viðurkenna að hann hafði rétt fyrir sér og nú hef ég mun meiri áhuga á tísku. Einnig er ég búin að losa mig við meiri hlutan af skónum mínum.“

 

Það er greinilegt að Kanye hefur alltaf rétt fyrir sér.

 

Lesið Séð og Heyrt í hverri viku!

Related Posts