Bandaríska sendiráðið bauð í heljarinnar kosningaveislu þegar heimurinn sat með öndina í hálsinum og beið úrslita úr forsetakosningum í Bandaríkjunum. Auðjöfurinn Donald Trump fór með sigur af hólmi og mótherji hans, Hillary Clinton, lýsti yfir ósigri. Fjöldi manns leit inn á kosningavökuna og skemmti sér hið besta á meðan beðið var eftir niðurstöðunni.

USA

FRÆKIN FEÐGIN: Þau eru áhugasöm um stjórnmál, feðginin Jóhanna Edwald og Ari Edwald.

ÿØÿá¼)Exif

SPORTLEG: Lárus L. Blöndal, forseti ÍSI, og Soffía Ófeigsdóttir, eiginkona hans, mættu á svæðið ásamt Líneyju Rut Halldórdóttur, framkvæmdastjóra ÍSÍ, og konu hennar, Oddnýju Sigsteinsdóttur.

USA

MENNINGARLEG: Ritstjórinn og bókmenntarýnirinn, Kolbrún Bergþórsdóttir, og Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjana á Íslandi, skröfuðu margt og mikið um stjórnmál og menningu.

Kosningavaka USA

ÞEKKILEGIR: Ari Trausti Guðmundsson, nýr þingmaður Vinstri grænna, kynnti sér bandarískar kosningarhefðir. Það fór vel á með honum og Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, og Robert, sendiherra Bandaríkjanna.

Kosningavaka USA

GLÆSILEG: Eliz Reid forsetafrú var hress í bragði og átti skemmtilegt samtal við sendiherrann.

Kosningavaka USA

KOM Í FRIÐI: Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, lét góða veislu ekki fram hjá sér fara.

Kosningavaka USA

GEISLANDI: Þorsteinn B. Friðriksson, lengst af kenndur við QuizUp, og vinkona hans, Áslaug Magnúsdóttir athafnakona, kíktu við. Þau hafa bæði mikil tengsl við Bandaríkin og voru spennt fyrir niðurstöðu kosninganna.

Kosningavaka USA

ALLTAF FLOTT: Eðalhjónin Árni Sigfússon og Bryndís Guðmundsdóttir brostu sínu breiðasta.

Kosningavaka USA

KANNTU BRAUÐ AÐ BAKA: Tobba Marinós var í sprellfjörugu stuði, hún kíkti í veisluna og heilsaði upp á sendiherrann rétt áður en að hún flaug til Boston með vinkonum sínum í jólagjafaleiðangur.

Kosningavaka USA

TÖFF TVENNA: Gunnar Bragi Sveinnsson, framsóknarherra og ráðherra, mætti á svæðið ásamt aðstoðarkonu sinni, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur.

ÿØÿḤExif

KÍKT Á KANANN: Svandís Svavarsdóttir og eiginmaður hennar, Torfi Hjartarson, stilltu sér upp með Þorgerði Katrínu Gunarsdóttur, nýbökuðum þingmanni Viðreisnar, og Kjartani Ólafssyni, mági hennar.

Kosningavaka USA

SAMHLJÓMA KVINTETT: Sendiherrann Robert C Barber og sonur hans, Alex, stilltu saman strengi sína með Jóni Gnarr, Heiðu Kristínu og Guðmundi Kristjáni Jónssyni, manni hennar. Spurning hvort vígsluhæfileikar Jóns hafi verið til umræðu en hann gaf þau Heiðu og Guðmund saman á sínum tíma.

Kosningavaka USA

GAURAGANGUR: Ljósmyndarnir og góðvinirnir Páll Stefánssson og RAX brugðu á leik Urði Gunnarsdóttur fjölmiðlafulltrú Utanríkisráðuneytisins til mikillar skemmtunar.

Séð og Heyrt finnst gaman í góðum partýum.

Related Posts