Khloe Kardashian (31) og Lamar Odom (36):

Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian og fyrrum körfuboltakappinn Lamar Odom skelltu sér út að borða í gær.

Khloe og Lamar eru ennþá gift en búa víst ekki saman lengur. Lamar er ennþá að jafna sig eftir að hafa fundist nær dauða en lífi á hóruhúsi í Nevada í fyrra en hann er þó allur að koma til eftir langa og erfiða meðferð.

Ekki er ljóst hvort Khloe og Lamar séu enn par en Khloe var um tíma í sambandi með körfuboltamanninum James Harden á meðan hún var enn gift Lamar.

Khloe hafði þó ákveðið það að hún ætlaði sér að hjálpa Lamar að komast aftur á rétta braut en margir spyrja sig enn að því hvort einhver framtíð sé í hjónabandinu.

ALLT Í STEIK: Khloe og Lamar skelltu sér á steikhús í gær.

ALLT Í STEIK: Khloe og Lamar skelltu sér á steikhús í gær.

 

ENNÞÁ SAMAN?: Khloe og Lamar eru enn hjón en ekki er ljóst hvort þau séu enn saman.

ENNÞÁ SAMAN?: Khloe og Lamar eru enn hjón en ekki er ljóst hvort þau séu enn saman.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts