Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian hefur ekki gefist upp á eiginmanni sínum Lamar Odom en hann fannst, eins og svo margir vita, meðvitundarlaus á hóruhúsi fyrr á árinu.

Lamar var vart hugað líf en komst að lokum úr dái en enn er langur vegur eftir í endurhæfingu.

Khloe heimsótti Lamar í gær þar sem hann liggur á Cedars Sinai spítalanum en þar hefur hann verið svo mánuðum skiptir.

Khloe ákvað að draga skilnaðarpappíra sína til baka eftir að hún komst að því hvað kom fyrir Lamar en heimildarmenn segja þó að hún ætli sér ekki að bjarga hjónabandinu, hún sé einungis að hjálpa Lamar og sem eiginkona hans fær hún betri aðgang að honum.

1227-khloe-visit-lamar-day-after-christmas-akmgsi-4

HJÁLPAR TIL: Khloe sést hér keyra burt frá spítalanum í gær eftir að hafa heimsótt Lamar.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

 

 

Related Posts