Athafnamaður á Suðurnesjum keypti lénin hardrock.is og hardrockcafe.is rétt áður en annar athafnamaður, Birgir Bieltvedt, tilkynnti um opnum Hard Rock í Iðuhúsinu í Lækjargötu.

sverrir

HVER GRÆÐIR? Sverrir, Hard Rock og Birgir Bieltvedt.

„Ég hef gert þetta áður. Kaupi lén og sel svo aftur þegar áhugi og eftirspurn myndast,“ segir Sverrir sem hefur leikið þennan leik áður og rekur reyndar fyrirtækið Lénsala.com.

„Ég keypti sundahöfn.is og seldi einhverjum framsóknarmanni og félagi minn keypti landeyjahöfn.is og seldi Vegagerðinni,“ segir Sverrir og nú er bara að bíða og sjá hvort Birgir Bieltvedt hafi samband og vilji kaupa.

Lén á Íslandi kosta um 5.700 krónur þannig að Sverrir getur grætt vel ef þannig semst:

„Þetta er bara spurning um að vera sniðugur. Stundum virkar það og stundum ekki,“ segir hann.

Sverrir segir að lénsala og viðskipti með lén sé „big business“ í Bandaríkjunum og lénið sex.com hafi verið selt fyrir milljarða fyrir nokkrum árum af aðila sem hafi sýnt þá fyrirhyggju að tryggja sér lénið í tæka tíð.

Séð og Heyrt með á nótunum!

Related Posts