SH-untitled (1 of 1)-12

METNAÐARFULL: „Það er draumurinn að gera sveitakaffihús úr húsinu,“ segir Jóna.

Jóna Guðný Jónsdóttir (47) heldur sveitamarkaði á Siglufirði:

Steinaflatir er bær sem var í eigu afa og ömmu Jónu Guðnýjar Jónsdóttur og var að leggjast í eyði þegar amma Jónu birtist henni í draumi og sagði henni að hún ætti að leggja í það verkefni að gera bæinn upp.

Fallegt „Steinaflatir er bær sem amma mín og afi áttu og móðir mín ólst upp þarna. Síðan þegar árin færðust yfir þá fluttu þau til Siglufjarðar og bærinn stóð eftir auður,“ segir Jóna Guðný sem hefur verið síðustu 15 ár að byggja upp bæinn sem er fjölskyldu hennar mjög kær. Byrjunin á þessu ævintýri var að amma hennar heitin birtist henni í draumi og bað hana að gera bæinn upp.

„Amma sagði að ég ætti að kaupa bæinn af afa sem þá var lifandi á 1000 krónur og gera hann upp. Ég fór til afa og sagðist vilja kaupa Steinaflatir á umræddan pening. Afi sagði að ég mætti eiga bæinn en ég hélt því fram að ég þyrfti að fara að ráðum ömmu og neyddi hann til að taka við þúsundkallinum.“

Síðan þá hafa liðið 15 ár og Jóna hefur gert bæinn upp hægt og rólega með hjálp vina og fjölskyldu. „Ég hef fengið mikla hjálp frá vinum og ættingjum og hefði aldrei getað gert þetta án þeirra. Ég hef líka þurft að fara ódýru leiðina og kaupi flest allt hingað inn notað eða fyrir lítinn pening. Síðan hafa margir gefið mér flotta hluti í húsið, sem ég er mjög þakklát fyrir.“

Fyrir tveimur árum ákvað Jóna að byrja halda sveitamarkaði í bænum þar sem fólk fær að selja varning sinn. „Bærinn er fullur af hæfileikaríku fólki sem er að búa til allskyns hluti heima hjá sér. Mér datt þá í hug að það væri sniðugt að bjóða upp á aðstöðu þar sem við bjóðum fólki að selja varning sinn á Steinaflötum. Síðan bý ég til bakkelsi ásamt mömmu minni og við seljum það. Það er draumurinn að gera sveitakaffihús úr húsinu,“ bætir Jóna við.

Aðspurð hvort ætlunin sé í framtíðinni að flytja á Steinaflatir segir Jóna svo ekki vera. „Ég á fimm börn og fjögur sem búa hjá mér og því miður er þetta bara ekki nógu stórt. Kannski enda ég þarna þegar börnin eru farin að heiman.“

 

SH-untitled (1 of 1)-11

GLÆSILEG: „Afi sagði að ég mætti eiga bæinn en ég hélt því fram að ég þyrfti að fara að ráðum ömmu og neyddi hann til að taka við þúsundkallinum.“

SH-1433-11-15831

STOFAN: Stofan er hlýleg og gamaldags.

SH-untitled (1 of 1)-15

SKRIFSTOFAN: Hér er sannkölluð draumaaðstaða til að setjast niður og skrifa fallega texta.

SH-1433-11-15836

FLOTT: Steinaflatir eru fullir af alls kyns fallegum hlutum.

Jóna Guðný

FALLEGT: Jóna hefur þurft að fara ódýru leiðina til að eignast fallega hluti á Steinaflatir. Hún hefur verið dugleg að safna að sér antik úr öllum áttum sem og fólk hefur gefið henni fallega muni.

 

MYNDIR: GUNNLAUGUR GUÐLEIFSSON

Related Posts