Ketill Larsen (81) flautaði og spilaði á flygil:

Fjöllistamaðurinn og lífskúnstnerinn Ketill Larsen sér lengra en nef hans nær.

Allt öðruvísi „Ég veit ekki hvaða heimur þetta er en margt býr í þokunni eins og stendur einhvers staðar,“ segir Ketill en yfirskrift sýningar hans er Boðskapur frá öðum heimi. „Þetta er notalegur heimur því það er svo mikið af blómum og fallegum fjöllum þar. Ég sá þetta í hugskoti mínu einhverju sinni og hef verið að skyggnast inn í þetta hugskot síðan.“

Ketill byrjaði að mála árið 1970 og hefur haldið fjölmargar sýningar á verkum sínum. „Ég hef tekið þetta í köstum því ég er í svo mörgu og finnst lífið skemmtilegra þannig. Ég trúi á ýmislegt og hef kynnst mörgum sem eru flinkir að tengjast öðrum heimum. Það er ekkert út í loftið og virkar alveg hvort sem um skyggnilýsingar eða fyrirbænir er að ræða.“

Ketill segir opnunina í Ráðhúsinu hafa verið mjög ánægjulega og að allir hafi verið í góðu skapi. „Ég settist við flygilinn og spilaði og söng. Ég flautaði soldið með og sagði fólki frá myndunum og þessum hugarheimi sem er svo notalegur. Það er gott að sofna með fallega mynd í herberginu sérstaklega fyrir þá sem eru myrkfælnir.“

Ketill Larsen

GLÖDDU LISTAMANNINN: Ketill á tvær dætur, einn son og átta barnabörn og ættingjar og vinir glöddu listamanninn með nærveru sinni.

Séð og Heyrt – alltaf á staðnum!

Related Posts