Eftir 40 ára samband hafa froskurinn Kermit og svínið Miss Piggy hætt saman.

Þau hafa átt sína sambandserfiðleika í gegnum tíðina en nú lítur út fyrir að það verði ekki aftur snúið.

Kermit er kominn með nýjan elskhuga, svínið Denise.

Samkvæmt áreiðanlegum heildum eru þau par en Kermit hefur látið hafa eftir sér að hún sé kærasta sín.

Denise hefur verið dugleg við að „líta við“ í stúdíóið þar sem nýjustu þættirnir um „The Muppets“ eru teknir upp og í stiklu fyrir þættina segir Kermit meðal annars; „Hvað get ég sagt? Ég laðast að svínum“.

 

The Muppets. Kermit the Frog has a new girlfriend, Denise, after splitting from long term love Miss Piggy. Pictured Kermit and Denise who is his new girlfriend Image grab from internet - for Nikki  http://muppet.wikia.com/wiki/Denise

FALLEGT PAR: Denise og Kermit eru flott saman.

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts