Hildur María Leifsdóttir (23) er fegurðardrottning:

 Hildur María Leifsdóttir er nýkrýnd Miss Universe Iceland. Hún er ósköp venjuleg handboltastelpa sem grunaði ekki fyrir nokkrum mánuðum síðan að hún væri á leiðinni í eitt skemmtilegasta ferðalag lífsins. Hildur María starfar sem flugfreyja hjá Icelandair og keppir með ÍR í handbolta en hún spilar í hægra horni. Hildur María verður fulltrúi Íslands í lokakeppni Miss Universe sem fer fram á Filippseyjum í lok janúar á næsta ári.

Geggjað „Ég var lengi að ákveða mig og skráði mig í keppnina síðasta daginn. Það sem heillaði mig mest var að dómararnir voru erlendir. Það fannst mér skipta mestu máli, þeir komu alveg hlutlausir að borði, þekktu okkur ekkert og dæmdu okkur út frá því sem þeir sáu og heyrðu á meðan við vorum í ferlinu. Keppnin er líka þekkt erlendis og risastórt nafn á alþjóðavísu og ég veit að þetta veitir mér svakalega mikla möguleika. Ég verð á ferðinni í Bandaríkjunum næstu þrjár vikur þar sem Manuela og Jorge, sem sjá um keppnina, verða með mér á flakki. Ég tek þátt í tískusýningum og mun hitta aðila sem tengjast keppninni. Við förum líka á tvær keppnir og verður áhugavert að sjá hvernig fyrirkomulagið á þeim er þarna úti,“ segir Hildur María sem mun án efa mæta í þennan leik full af keppnisskapi, líkt og hún gerir á handboltavellinum.

Handboltastelpa
Hildur María Leifsdóttir hefur æft handbolta frá því að hún var smástelpa, hún er mikil keppnismanneskja og veit hvað þarf til að ná árangri. „Ég er alveg með það á hreinu að handboltinn mun hjálpa til við að ná árangri í keppninni í janúar. Handboltinn hefur líka haldið mér í formi og ég get borðað það sem ég vil og geri það. Það albesta sem ég fæ er nautasteik með béarnaise-sósu, ég er alæta á mat. Auðvitað passa ég vel upp á að borða næringarríkan mat og hollan en ég er engin öfgamanneskja þegar kemur að mataræði og hreyfingu.“

Hildur María starfar sem flugfreyja hjá Icelandair og er því vön að vera á flakki um heiminn sem er án efa mikill kostur fyrir keppanda í Miss Universe. „Ég hef farið um allan heim. Við kærastinn minn, Ólafur Snorri, vorum á Balí rétt áður en ég tók þátt í keppninni hérna heima. Við erum dugleg að ferðast um heiminn. Foreldrar mínir eru vanir því að ég sé á flakki og vita að ég spjara mig,“ segir Hildur María sem ætlar sér alla leið í lokakeppninni.

Hildur María Leifsdóttir miss universe iceland

ÖRVHENT HORNASKYTTA: „Ég hef verið í handbolta frá því að ég var smástelpa og er viss um að íþróttir séu frábær undirbúningur fyrir fegurðarsamkeppni.“

Hildur María Leifsdóttir miss universe iceland

Hildur María Leifsdóttir miss universe iceland

Hildur María Leifsdóttir miss universe iceland

ERLENDIR DÓMARAR MIKILL KOSTUR: „Það sem réð úrslitum um að ég tók þátt í kepninni var að dómararnir voru erlendir, það fannst mér mikill kostur. Keppnin var líka mjög vel skipulögð og allt utanumhald alveg frábært.“

Hildur María Leifsdóttir miss universe iceland

GÓÐ BLANDA: Handbolti og fegurð fara vel saman.

Hildur María Leifsdóttir miss universe iceland

KEPPNISMANNESKJA: Hildur María er klár í slaginn og ætlar sér alla leið í lokakeppninni.

Hildur María Leifsdóttir miss universe iceland

MEÐ FERÐABAKTERÍU: Hildur María starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún er dugleg að ferðast um heiminn með kærastanum sínum og er því vel undirbúin fyrir titilinn ungfrú alheimur en sú sem hlýtur hann mun ferðast um allan heim.

Hildur María Leifsdóttir miss universe iceland

Í GÓÐU FORMI: Hildur María er handboltastelpa, hún spilar hægra horn með meistarflokki ÍR. En liðið sér nú eftir henni í annarskonar keppni. Hildur María segir handboltann halda sér í formi.

Hildur María Leifsdóttir miss universe iceland

ALVEG EKTA: Þessi kóróna er sko ekkert frat.

Hildur María Leifsdóttir miss universe iceland

ALVEG EKTA FEGURÐARDROTTNING: Hildur María Leifsdóttir verður fulltrúi Íslands í lokakeppninni um tiltilinn ungfrú alheimur sem fer fram á Filippseyjum í lok janúar á næsta ári.

Hildur María Leifsdóttir miss universe iceland

TÓK ÞÁTT Á SÍÐUSTU STUNDU: Þeir síðustu verða fyrstir sannaðist heldur betur því Hildur María tók þátt í keppninni á síðustu stundu, rétt áður en þátttökufresturinn rann út.

Séð og Heyrt fylgist með Hildi Maríu Miss Universe Iceland.

Related Posts