Kjartan Már Kjartansson (55) fiðluleikari:

Tónleikarnir „Hljómlist án landamæra“ voru haldnir sumardaginn fyrsta í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Þetta er annað árið í röð sem tónleikarnir eru haldnir, en þeir eru hluti af listahátíðinni „List án landamæra“ sem haldin var í fyrsta sinn á Evrópuári fatlaðra árið 2003. Kjartan Már Kjartansson, fiðluleikari og bæjarstjóri Reykjanesbæjar, setti tónleikana með fiðluleik og hópdansi tónleikagesta.

„Þetta tókst mjög vel, frábærir tónleikar og salur fullur af fólki,“ segir Kjartan Már. „Menn skemmtu sér konunglega, en þetta er í annað sinn sem við Suðurnesjamenn bjóðum upp á þessa tónleika.“

Á tónleikunum komu fram fatlaðir og ófatlaðir tónlistarmenn og skemmtu sér og öðrum enda er tónlistin án allra landamæra. Tónlistarmennirnir komu frá Akranesi, Selfossi og Suðurnesjum og á meðal þeirra sem komu fram var Baggabandið, Már Gunnarsson og söngkonurnar Karitas Harpa og Salka Sól. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Listar án landamæra en er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Nánari upplýsingar er að finna á facebooksíðu verkefnisins.

201280

NORNADANSINN STIGINN Fiðluleikarinn og bæjarstjórinn spilaði og kenndi tónleikagestum Nornadansinn. Allir tóku þátt og stigu dans í upphafi tónleikanna.

Skilgreinir sig sem fiðluleikara

Bæjarstjórinn, sem titlar sig sem slíkan og fiðluleikara, á ja.is setti tónleikana, þar sem hann spilaði á fiðlu og kenndi dans. „Ég fékk fólk til að hreyfa sig í upphafi áður en það settist næstu tvær klukkustundir,“ segir Kjartan Már. „Við dönsuðum einn dans sem heitir Nornadansinn og ég kenndi þeim danshreyfingarnar,“ segir hann. Kjartan Már var um fimm ára gamall þegar hann hóf að læra á fiðlu. Hann var fiðlukennari í 18 ár og tónlistarstjóri í 13 ár í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. En tekur Kjartan Már fiðluna oft upp opinberlega? „Ég hef ekki gert mikið af því, en ég spila svolítið suður frá við ýmis tækifæri, aðallega í jarðarförum,“ segir Kjartan Már sem heldur spilamennskunni alltaf við.

 

Sjá fleiri myndir hér.

Related Posts