Birna Björnsdóttir (45) bauð upp í dans:

Það er draumur margra dansara að komast á svið með stórstjörnum eins og Beyoncé. Einn þeirra sem hefur staðið í þeim sporum var hér á landi og deildi danskunnáttu sinni með nemendum Dansskóla Birnu Björnsdóttur.

Töff „Ég kynntist Anthony í London í sumar en ég ferðast með stóran hóp nemenda árlega í dansferð þangað. Hann kenndi okkur þar og við vorum svo hrifnar af stílnum hans og persónuleikanum og hann spenntur fyrir Íslandi að við funduðum og síðan skipulögðum við „workshop“ í kjölfarið,“ segir Birna Björnsdóttir danskennari.

Dansskóli Birnu Björnsdóttur er árlega með erlendan gestakennara fyrir nemendur og kennara skólans. Anthony Kaye er vel þekktur sem dansstjarna og hefur dansað með fjölmörgum heimsfrægum söngvurum til dæmis, Beyoncé, Withney Houston, Christina Aguilera, Kyle Minouge og Girls Aloud. Nemendur og kennarar voru í skýjunum eftir helgina og orðlausir.

dans

FLOTTUR HÓPUR: Anthony hrósaði nemendum Birnu og sagði þá geta náð langt í dansheiminum.

„Þvílíkur innblástur að vinna með svona hæfileikaríku og vönduðu fólki. Þessi frábæri listamaður verður partur af okkar teymi og mun koma aftur til okkar og við ætlum að heimsækja hann til London eins oft og við getum. Draumurinn er að vinna meira með honum og að hann geti gefið okkar dönsurum tækifæri erlendis sem er hans markmið líka. Hann var mjög hrifinn af okkar dönsurum og sagði þá hafa getuna og „X-faktorinn“ til að getað komið sér áfram í dansheiminum.

dans

SVONA Á AÐ GERA ÞETTA: Nemendur lærðu heilmikið af Anthony, en hann kann alla nýjustu dansana.

Frábært fyrir nemendur skólans að fá þetta flotta hrós. Við leggjum mikla áherslu á markvissa dansþjálfun í tækni og kennum sviðstækni og leggjum mikið upp úr sýningardönsum, enda hafa nemendur okkar fengið mörg stór verkefni í leikhúsunum og sjónvarpi,“ segir Birna Björnsdóttir sem hefur einnig séð um sviðsþjálfun fyrir Söngvakeppni Sjónvarpsins.

dans

Í GÓÐUM HÖNDUM: Birna Björnsdóttir og dóttir hennar voru ánægðar með heimsókn Anthony Kayes til Íslands.

Related Posts