11655435_10152998728668302_799386047_n

Margrét Gnarr opnar sig í viðtali við Nýtt Líf

Margrét Gnarr, afrekskona í íþróttum prýðir foríðu Nýs lífs þennan mánuðinn, hún er ákveðin með mikið keppnisskap en hefur unnið hart að því bæði líkamlega og andlega að koma sér á þann stað sem hún er á í dag.

Skólagangan var erfið, nokkuð sem síðar kom í ljós að tengdist að miklu leyti þeirri staðreynd að Margrét er lesblind. „Í 8. og 9. bekk gafst ég svolítið upp og gaf skít í þetta allt saman, mætti illa og svona. Áður en ég byrjaði í 10. bekk flutti ég til pabba. Hann var töluvert strangur við mig og ég þurfti að mæta í skólann, sama hvað.“

Nemendur sem voru betur lesnir en Margrét voru látnir hlýða henni yfir en það gekk ekki betur en svo að henni fannst vera hlegið að sér. „Ég upplifði þetta þannig að kennararnir hristu hausinn yfir mér og hefðu litla trú á mér. En ég stóð mig alltaf mjög vel í íþróttum en fannst það aldrei metið neitt vegna þess að ég var ekki góð í stærðfræði eða dönsku.“

„Ég hafði það einhvern veginn svo sterkt á tilfinningunni að lesblinda væri bara aumingjaskapur .. . Ég vorkenndi sjálfri mér töluvert, sérstaklega á gelgjunni. En ég hef einsett mér að vinna mig út úr reynslunni og erfiðleikum og hef notað ýmsar leiðir til þess. Við erum svo mismunandi og það er ekki til einhver ein rétt leið“ segir Margrét.

Í ljósi upplifunar sinnar af skólagöngunni segir Margrét það afar mikilvægt að fullorðnir hafi sérstaklega í huga að orð þeirra hafi áhrif á börn og ungmenni og geti jafnvel setið í þeim alla tíð. „Börn gera sér kannski ekki alltaf grein fyrir því hvaða áhrif það sem þau segja hefur en fullorðnir eiga að gera það. Börn eru límheilar. Þau muna og geyma með sér allt sem þau heyra“ segir Margrét.

Related Posts