Eyþór Arnalds (50) og Dagmar Una Ólafsdóttir (34) á Selfossi:

Hollt og gott „Ég byrjaði að vinna þarna fyrir áramót í fyrra og nú erum við bara að taka yfir,“ segir Dagmar Una, eiginkona Eyþórs, en þau eru að kaupa verslunina Fjallkonuna á Selfossi sem skapað hefur sér nafn sem einstaklega velheppnuð sælkeraverslun með hollar og góðar vörur beint frá bónda. Verslunina kaupa þau hjón ásamt kunningjafólki sínu á svæðinu.

Fjallkonan

SKEMMTILEGT: Fjallkonan á Selfossi er kósí sælkeraverslun með allt beint frá bónda.

Vinkonurnar sem stofnuðu Fjallkonuna eru að draga sig í hlé og þar með opnaðist möguleiki fyrir Eyþór, eiginkonu hans og vini að skella sér út í viðskipti en öll eru þau búsett í grennd við Selfoss.

„Þetta er voðalega gaman fyrir okkur. Hér erum við með grænmetismarkað á sumrin, kjötvörur frá bæjunum hér í kring, erlenda úrvalsosta og svo framleiðum við sjálf sultur og chutney alls konar,“ segir Dagmar Una sæl á Selfossi.

 

 

ÿØÿà

HJÓNIN: Eyþór Arnalds og Dagmar Una í Þjóðleikhúsinu um síðustu helgi. Þeirra bíður nú skemmtilegt verkefni á Selfossi.

Nýtt Séð og Heyrt á leiðinni!

Related Posts