Katrín Hall (52) er á förum til Svíþjóðar:

„Dans, dans, dans“ Sænskir fjölmiðlar greindu frá því fyrr í dag að Katrín Hall hefur verið ráðin listrænn stjórnandi dansflokks Gautaborgaróperunnar og tekur hún við starfinu þann 1. ágúst nk.

Dansflokkurinn er stærsti samtímadansflokkur Norðurlanda og einn sá helsti í Evrópu.  Katrín tekur við starfinu af Adolophe Binder sem hefur gegnt því undanfarin fimm ár.

Katrín var sæmd fálkaorðunni árið 2000 fyrir störf sín í þágu danslistar á Íslandi. Hún byrjaði ung feril sinn dansari hjá íslenska dansflokknum árið 1981 og tók þátt í flestum uppfærslum hans til 1988.  Frá 1988 til 1996 starfaði hún í Þýskalandi, meðal annars sem sólódansari við Tanzforum, dansflokk óperuhússins í Köln. Katrín var listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins frá 1996 til 2012. Hún hefur samið fjölmörg verk fyrir flokkinn og fyrir ýmsa alþjóðlegra danshópa.

Við óskum Katrínu til hamingju með nýja starfið.

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

Related Posts