Hress

ANDSTÆÐUR: Bryndís María Björnsdóttir og Ebba Særún Brynjarsdóttir skemmtu sér konunglega.

Bryndís María Björnsdóttir (28) er hress:

Bryndís María Björnsdóttir var ein af þeim sem tók þátt í hinum árlegu Hressleikum þar sem líkamsræktarstöðin Hress safnar peningum fyrir gott málefni. Þrátt fyrir að vera kasólétt er Bryndís enn að kenna uppi í Hress og hikaði ekki við að taka fullan þátt í leikunum og mæta í flottasta búningnum.

Gott málefni „Þetta heppnaðist bara mjög vel, fór algjörlega fram úr björtustu vonum. Ég held að þetta séu sjöttu leikarnir sem ég kenni á og svo tók ég einu sinni þátt sjálf. Þetta er yfirleitt mjög skemmtilegt og allir í góðu skapi og tilbúnir að leggja góðu málefni lið,“ segir Bryndís, kennari hjá Hress.

„Ég kenni hóptíma, þetta er svona stöðva- og lotuþjálfun. Ég er aðeins búin að kúpla mig út úr aerobik-tímunum vegna óléttunnar,“ segir Bryndís sem vakti athygli vegna búnings síns en það er ekki á hverjum degi sem maður sér kasólétta konu með sígarettu í munnvikinu, allt fyrir grínið þó.

„Það er auðvitað ekki séns að fela þetta þannig að maður verður að vinna eitthvað með þessa óléttu. Ég er sett í byrjun næsta árs en er að kenna enn þá þrisvar í viku. Það kemur bara í ljós hvenær ég fer í frí.“

Ég hef ekki heyrt nýjar tölur síðan á Hressleikunum og söfnunin er ekki búin enn þá en þegar leikarnir kláruðust vorum við búin að safna 1,7 milljónum króna og vonandi náum við að fara yfir tvær milljónir. Það er alveg frábært að geta gefið af sér og safnað peningum fyrir þá sem þurfa virkilega á því að halda,“ segir Bryndís og drepur í rettunni.

Sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts