Karlakvöld Stjörnunnar í Garðabæ verður haldið í kvöld og eftirvænting mikil.

Í fyrra var uppselt en veislustjóri í ár verður sjónvarpsmaðurinn sívinsæli, Gísli Einarsson, og ræðumaður Guðni Ágústsson sem um tíma bjó í Garðabæ en flutti til Reykjavíkur eftir skamma dvöl í bænum.

Glæsilegir vinningar verða í happdrætti og málverkauppboð sem Jón Guðmundsson fasteignasali sér um.

Karlakvöldið verður í Fjölbrautarskóalnum í Garðabæ, Happy Hour klukkan 18:30-20:00 og svo steikarhlaðborð eins og hver vill hafa.

Tryggið ykkur miða í tíma.

 

Related Posts