Sigrún Lilja Guðjónsdóttir (34) er Gyðja:

Falleg hönnun Íslenska hönnunarmerkið Gyðja Collection setti á markað annað dömuúr sitt fyrir nokkrum vikum síðan og hafa viðbrögðin farið langt fram úr væntingum. Fyrsta framleiðsla þeirra er að verða uppseld og sú næsta farin af stað til að anna eftirspurn. Mikil leynd og eftirvænting hafði ríkt yfir nýja úrinu en fyrsta úrið sem kom á markað sló rækilega í gegn.

NÝJA GYÐJU-ÚRIÐ: Úrið kemur í sjö litum og er ólin á því úr vistvænu íslensku roði og eru keðjurnar sem skreyta úrið ýmist með rósagulli, 24 karata gyllingarhúð eða silfurstálblöndu. Úrið sem vafið er tvisvar sinnum í kringum úlnliðinn fæst meðal annars í verslun Gyðju í Firðinum, Hafnarfirði, og á vefverslun fyrirtækisins www.gydjacollection.com

NÝJA GYÐJU-ÚRIÐ:
Úrið kemur í sjö litum og er ólin á því úr vistvænu íslensku roði og eru keðjurnar sem skreyta úrið ýmist með rósagulli, 24 karata gyllingarhúð eða silfurstálblöndu. Úrið sem vafið er tvisvar sinnum í kringum úlnliðinn fæst meðal annars í verslun Gyðju í Firðinum, Hafnarfirði, og á vefverslun fyrirtækisins www.gydjacollection.com

Rósagullið uppselt á örskotsstundu
,,Varan var vart komin þegar rósagullið varð uppselt, það voru tveir til þrír dagar sem það tók og nú er kominn forpöntunarlisti sem bíður eftir næstu framleiðslu. Fyrsta framleiðslan er við það að seljast öll upp hjá okkur og er næsta framleiðsla komin í gang til að anna eftirspurn. Það er frábært að finna fyrir svo miklum áhuga og erum við hjá Gyðju-fjölskyldunni alveg gríðarlega þakklát fyrir þessi ótrúlegu viðbrögð við nýja úrinu okkar,“ segir Sigrún Lilja, hönnuður Gyðju Collection.

EÐALÚR FYRIR GYÐJUR: Fyrsta sending af úrunum sló í gegn. Og ljóst er af fyrstu viðbrögðum við nýju línunni að ekkert lát er á eftirspurn eftir Gyðju-úrum.

EÐALÚR FYRIR GYÐJUR:
Fyrsta sending af úrunum sló í gegn. Og ljóst er af fyrstu viðbrögðum við nýju línunni að ekkert lát er á eftirspurn eftir Gyðju-úrum.

Stórstjörnur hafa tryggt sér eintak af úrinu
Nú þegar hafa þrjár heimsfrægar stjörnur pantað íslenska úrið sem er á leiðinni út til þeirra. Þeir sem fylgjast með Snapchat-færslum Gyðju hafa séð þegar sendingar með úrunum eru undirbúnar til hverrar stórstjörnunnar á fætur annarri.

Yngsta systir Kardashian-systranna, Kylie Jenner, var sú fyrsta til að tryggja sér eintök af úrinu frá Gyðju. „Hún tók tvö úr og bæði í perluhvítu, annað með rósagulli og hitt gyllt,“ segir Sigrún og bætir við að Kylie sé frekar gyllt þessa dagana.

GYÐJA GENGUR VEL: Sigrún Lilja hefur slegið í gegn með fyrirtækinu Gyðju Collection og hannar fleira en úr. Í línunni má finna ilmvötn fyrir bæði kynin, handtöskur og skartgripi svo eitthvað sé nefnt.

GYÐJA GENGUR VEL:
Sigrún Lilja hefur slegið í gegn með fyrirtækinu Gyðju Collection og hannar fleira en úr. Í línunni má finna ilmvötn fyrir bæði kynin, handtöskur og skartgripi svo eitthvað sé nefnt.

Hún er þó ekki eina systirin sem er komin með Gyðju-úr en teymi Khloé Kardashian pantaði Gyðju-úr strax í kjölfarið fyrir hana, í svörtu og gylltu ásamt perluhvítu og gylltu eins og systir hennar.

Leikkonan Sofía Vergara er líka búin að tryggja sér Gyðju-úrið en flestir þekkja hana úr þáttunum The Modern Family. „Sofía er kólumbísk og dökk á hörund og því passaði það henni einkar vel að taka brons og perluhvíta úrið,“ segir Sigrún Lilja.

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts