Kanye West (38) með nýja plötu:

Rappaðdáendur iða í skinninu þessa stundina þar sem stórstjarnan Kanye West tilkynnti að nýjasta plata sín væri tilbúin og nú er hún komin með nýtt nafn.

Kanye ætlaði fyrst að nefna plötuna „So Help Me God“ síðan nefndi hann hana „Swish“ en hefur nú komist að niðurstöðu, í bili að minnsta kosti, en platan mun heita „Waves“.

Kanye hefur verið duglegur upp á síðkastið að auglýsa plötuna á Twitter síðu sinni en platan er þó ekki komin út. Uppi hafa verið sögur um að Kanye ætli að frumflytja hana í heild sinni í Madison Square Garden þegar hann kynnir fatalínu sína, Yeezy Season 3, á New York Fashion Week.

Kanye hefur þegar gefið út lagalistann en hann deildi mynd af honum á Twitter en þar má sjá blað með nöfnum laganna ásamt ýmsum skilaboðum frá meðal annars Kylie Jenner, Kim Kardashian, A$AP Rocky og Swizz Beatz.

LÖGIN: Hér má sjá lögin sem hægt verður að finna á Waves.

LÖGIN: Hér má sjá lögin sem hægt verður að finna á Waves.

Kanye sendi einnig út tvítið; „Þetta er ekki plata ársins. Þetta er plata lífsins“.

GÓÐUR: Kanye er samur við sig.

GÓÐUR: Kanye er samur við sig.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts