11004696_10152974555416141_1117112122_n

GLÆSILEG: Signý var á Óskarnum vegna myndarinnar Dawn of the Planet of the Apes. Signý segir hátíðina hafa verið einstaklega flotta og margir blaðamenn hafi spurt út í kjólinn og fjaðrajakkinn hafi fengið mikla athygli.

Andrea Magnúsdóttir (39) veit hvað hún syngur:

Það er ekki komið að tómum kofanum hjá fatahönnuðinum Andreu Magnúsdóttur, hún þekkir vel til í heimi hönnunar og tísku. Andrea hannaði kjól sem hönnuðurinn Signý Björg Guðlaugsdóttir klæddist á Bafta-hátíðinni og Óskarsverðlaunahátíðinni.

Glæsileiki „Þegar ég hannaði kjólinn þá vildi ég að henni myndi líða vel og fíla sig. Þegar manni líður vel í flík þá er maður langflottastur,“ segir fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir. Andrea segist hafa hannað kjólinn með Signýju í huga og hafi þetta verið skemmtilegt ferli og útkoman eftir því.

Óskarsverðlaunahátíðin fór fram á dögunum og eins og svo oft áður voru kjólar stjarnanna undir smásjá tískusérfræðinga um heim allan. Andrea fylgdist vel með tískunni á rauða dreglinum. „Mér fannst Emma Stone langflottust, hún var í geðveikum kjól frá Elie Saab sem klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Jennifer Lopez var líka í Elie Saab og var glæsileg.“

Lupita Nyong‘o vakti athygli í gullfallegum perlukjól úr smiðju Calvins Klein. „Fyrst þegar ég sá þann kjól fannst mér hann ekkert spes en þegar ég skoðaði öll smáatriðin þá féllust mér hendur, þvílík handavinna sem lá þarna að baki. Í kjólnum voru 6.000 perlur! Fifty Shades of Grey-stjarnan Dakota Johnson var einnig töff í rauðum Saint Laurent-kjól. Ofurmódelið Chrissy Teigen var stórkostleg í kjól eftir kjólameistarann Zuhair Murad. Þetta voru svona mín helstu uppáhöld.“

Eftir hátíðina sjálfa flykkjast stjörnurnar í eftirpartí og skipta þá oft yfir í aðra kjóla. Andrea var ekki alveg jafnhrifin af kjólunum þar eins og á athöfninni sjálfri. „Þær voru margar í gegnsæjum kjólum sem voru alls ekki smart. Þú þarft ekki að koma á rassinum þó að þú sért með svona flottan rass. Besta dæmið um þetta var poppstjarnan Rita Ora,“ segir Andrea.

 

Emma Stone

FLOTTUST: Emma Stone var flottust að mati Andreu.

Óskarinn

KLIKKAR EKKI: Chrissy Teigen var stórkostleg í kjól eftir kjólameistarann Zuhair Murad.

Óskarinn

MAGNAÐ: Handavinnan sem fór í kjólinn hennar Lupitu hefur tekið sinn tíma enda 6.000 perlur í kjólnum.

Óskarinn

EKKI SMART: Kjóllinn sem Rita Ora klæddist í eftirpartíinu var ekki málið.

 

Related Posts