Sonja Grant (46) mætt til leiks á ný:

Sonja Grant, einn þekktasti kaffisérfræðingur landsins, hyggst opna kaffihús út á Granda nærri Hvalasafninu og Krónunni á næstunni.

Sonja stofnaði og rak velþekkt kaffihús á Kárastíg í Reykjavík um árabil en seldi fyrir fimm árum og heitir það kaffihús nú Reykjavík Roaster og er með útibú í Brautarholti.

Síðustu misseri hefur Sonja Grant verið á ferð og flugi um heiminn að dæma og kenna á kaffiráðstefnum og þykir með þeim fremstu á því sviði. Sonja er systir líkamsræktarfrömuðarins Arnars Grant.

Related Posts