Justin Bieber (21) í góðum málum:

Söngvarinn Justin Bieber er kominn af skilorði eftir eggjakast sitt á nágrannahús.

Lögfræðingur Jusitn, Shawn Holley, var mættur til dómara í morgun þar sem dómarinn staðfesti að Justin væri ekki lengur á skilorði og að hann hefði staðið sig með stakri prýði á meðan því stóð.

Justin var skyldaður til að fara í 12 klukkutíma reiðistjórnunarnámskeið ásamt því sem hann þurfti að vinna 40 klukkustundir í samfélagsþjónustu.

Sá sem fylgdist með því að Bieber ynni tíma sína, Donny Gomez, hafði bara góða hluti að segja um söngvarann unga. Hann sagði Justin vera góðan vinnumann sem væri ekki hræddur við að óhreinka hendur sínar.

Gott Bieber.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

 

 

 

Related Posts