Jörundur Ragnarsson (36) leikari var á vaktinni í New York:

Fáir leikarar hafa slegið jafnrækilega í gegn og Jörundur í hlutverki uppflosnaða læknanemans Daníels í Næturvaktinni, Dagvaktinni, Fangavaktinni og kvikmyndinni Bjarnfreðarsyni. Síðan var eins og jörðin hefði gleypt Jörund þangað til að hann skaut aftur upp kollinum á Íslandi fyrir nokkrum vikum.

Velkominn heim „Við vorum í fjögur ár í New York þar sem ég var í námi við kvikmyndaleikstjórn og handritaskrif,“ segir Jörundur sem ekkert hefur verið í sviðsljósinu á undanförnum árum. „Það eru ekki nema þrjár vikur síðan ég kom heim þannig að ég er enn að lenda. Ég er byrjaður að skrifa í hóp með öðrum og það er bara gaman,“ bætir hann við og spennandi verður að fylgjast með næstu skrefum hjá honum.

Þrálátur orðrómur hefur veri um að til standi að gera nýja vaktaseríu, Öryggisvaktina, en Jörundur segir það ekki rétt. „Það er engin þáttaröð  eða kvikmynd á döfinni sem ég hef heyt af nema í blöðunum en það mun vera vitleysa,“ segir hann.

Jörundur var rosalega ánægður með dvölina í New York og kemur heim með mikla og góða reynslu og hugmyndir í farkestinu. „Ég var í masters-námi í Columbia-háskóla og tók það á þremur og hálfu ári. Þetta er mjög góður skóli en ég bjó í Harlemhverfinu skammt frá skólanum. Það er skemmtileg reynsla að búa þarna en Harlem hefur gjörbreyst og  er ekki sama glæpahverfið og í gamla daga heldur er það orðið mjög fjölskylduvænt og öruggt,“ segir Jörundur sem er kvæntur Dóru Jóhannsdóttur leikkonu og eiga þau sex ára son, Ragnar Eld.

the-night-shift

FLOTTIR FÉLAGAR: Félagarnir í Næturvaktinni slóu strax í gegn en Jörundur segir nýja seríu ekki vera á döfinni.

Lesið Séð og Heyrt daglega!

Related Posts