Jónsmessuganga Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar verður haldin laugardaginn 25. júní. Gangan hefst kl.20:00  og lagt verður af stað frá Sundlaug Grindavíkur. Gengið verður upp á fjallið Þorbjörn þar sem varðeldur verður tendraður. Áætlað er að ferðin taki um tvær og hálfa klukkustund.

Tónlistarmaðurinn Ingó Veðurguð sér um söng og gítarspil á fjallinu. Dagskráin endar í Bláa Lóninu þar sem þátttakendur geta notið Jónsmessunæturinnar í töfrandi umhverfi Bláa Lónsins.

Bláa Lónið verður opið til miðnættis þetta kvöld. Enginn þátttökukostnaður er í gönguna og eru þátttakendur á eigin ábyrgð. Þeim þátttakendum sem vilja njóta Bláa Lónsins að göngu lokinni býðst aðgangur á sérverði, eða 4.500 krónur.

Hér má myndband frá göngunni 2012.

 

Lestu Séð og heyrt alla daga.

Related Posts