Jón Óttar Ragnarsson (71) er afmælisbarn dagsins:

KOMINN Á ÁTTRÆÐISALDUR

Ammæli Athafnamaðurinn Jón Óttar Ragnarsson er 71 árs í dag, en hann er búsettur í Bandaríkjunum. Jón Óttar er giftur Margréti Hrafnsdóttur, sem er systir Björns Inga Hrafnssonar, eiganda DV og Pressunnar.

Dr. Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarps- og kvikmyndagerðarmaður og matvælafræðingur hefur komið víða við í íslensku þjóðfélagi: árið 1986 stofnaði hann Stöð 2 ásamt fleiri aðilum, en lauk störfum þar árið 1990. Á síðasta ári keypti hann stóran hlut í Vefpressunni samhliða yfirtöku Björns Inga Hrafnssonar og hóps honum tengdum á DV.

Jón og Margrét hafa verið búsett að mestu í Bandaríkjunum síðastliðin 20 ár og hér á landi eru þau kannski best þekkt sem Herbalife hjónin, en þau hafa selt Herbalife í mörg ár með góðum árangri.

215661_6248974853_9319_n

Séð og Heyrt skemmtilegt alla daga.

Related Posts