Stefán Hilmarsson (49) og Björgvin halldórs (64) í jólastuði:

stefan-hilmars-jolatonleikar-1350x550

LJÚFUR OG JÓLALEGUR: Stefán Hilmarsson verður með hugljúfa jólatónleika í Hörpu í kvöld. Hann verður með marga unga og skemmtilega söngvara með sér á sviðinu.

Jól Íslendingar eru duglegir að sækja jólatónleika. Úr heilmörgu er að velja en komandi helgi er ein sú allra stærsta á þessum vettvangi. Stórstjörnurnar Stefán Hilmarsson og Björgvin Halldórsson halda sína árlegu tónleika um helgina. Stefán verður að þessu sinni í Hörpu en hefur áður verið með tónleikana í Salnum í Kópavogi. Sonur hans, Birgir Steinn verður með föður sínum á sviðinu og munu þeir feðgar án efa heilla gesti upp úr skónum.

31249-jolagestir-vinsaelustu-login-2cd-bjorgvin-halldorsson-o-fl

AGESTIR: Björgvin Halldórsson ætlar að syngja þjóðina i jólaskap.

Björgvin Halldórsson verður með jólagesti sína í  Laugardalshöllinni líkt og undanfarin ár. En það eru án efa stærstu jólatónleikarnir í ár. Björgvin hefur landslið skemmtikrafta og söngvara með sér ásamt fjölda kóra og hljómsveit. Íslendingar eru svo sannarlega duglegir að láta syngja sig í jólaskap enda með eindæmum söngelsk þjóð.

 

 

Related Posts