Hin árlega tískusýning Júník var haldin með pompi og prakt á skemmtistaðnum Austur. Fyrirsæturnar voru hver annarri fallegri. Austur var fullt út að dyrum og færri komust að en vildu.

,,Allt ferlið gekk eins og í sögu, allt frá því að stelpurnar fóru í förðun og hár og þangað til sýningin var búin,“ segir Sara Lind einn af eigendum tískuvöruverslunarinnar Júník.

„Það kom okkur skemmtilega á óvart hversu margir mættu. Allir tóku vel í þetta og við náðum að sýna gestum allt það nýjasta í jólatískunni. Við vorum líka ánægðar með samstarfið við Reykjavík Makeup School. Þær voru með einn förðunarfræðing á hvert módel þannig að þetta gekk hratt fyrir sig.“

Related Posts