Hann sér þig er þú sefur, þannig að það er eins gott að þú hagir þér vel. Jólasveinarnir koma einn af öðrum til byggða og við náðum í skottið á Hurðaskelli og spurðum hann spjörunum úr.

IPHONE EÐA SAMSUNG? Motorola.

48. tbl. 2015, jólasveinn, SH1512098273, spurt og svarað

JÓLASVEINNINN: Hlýtur að vera Hurðaskellir.

HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA?
Allt nema hráan lauk – set rauðkál í staðinn.

FACEBOOK EÐA TWITTER?
Facebook.

HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG?
Er að safna.

BORÐARÐU SVIÐ?
Já og þykir þau afar góð.

HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN?
Síðdegislúr til að undirbúa ferðir næturinnar.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN?
Drekk ekki áfengi. En mér finnst ísköld mjólk mjög góð.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN?
Einlægur undir fullu tungli.

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR?
Alltaf kom hann aftur!

HVER ER DRAUMABÍLLINN?
Enginn bíll, en draumurinn er nýr sleði sem er í framleiðslu í Þýskalandi. Mikil leynd yfir honum.

KJÖT EÐA FISKUR?
Bæði og nóg af grænmeti.

GIST Í FANGAKLEFA?
Oft komið þangað inn með gjafir. Allir verða að fá eitthvað!

DRAUMAFORSETI?
Sá sem skilur allt og alla, tekur tillit til allra, elskar alla. Get ég orðið forseti?

STURTA EÐA BAÐ?
Steypibað.

REYKIRÐU?
Aldrei reykt.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA?
Satínnáttfötum.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?
Að fara tvisvar yfir lista þeirra óþekku – til að vera viss.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?
Að ég sé ærslafullur og stríðinn.

HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA?
Kertasníkir.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?
Englar alheimsins. Mögnuð kvikmynd.

HUNDUR EÐA KÖTTUR?
Jólakötturinn yrði reiður ef ég segði hundur.

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?
Stundina okkar.

ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU?
Hræðist ekkert.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?
Festi mig í glugga þegar ég var að skemmta á jólaballi og reif buxurnar.
KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR?
Vakna alltaf klukkan 05:25.

ICELANDAIR EÐA WOW?
SANT-AIR.

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU?
Er ekki viss … enginn hugsað út í það öll þessi ár.

KÓK EÐA PEPSÍ?
Ísköld mjólk.

ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA?
Þar sem friðurinn er velkominn og kærleikurinn á heima.

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA?
Frétti allt fyrstur, auk þess er lítill tími á Netinu.

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN?
Heklugos árið 1510. Gríðarlegur sprengikraftur og gjóskan mikil og öskuslóðinn fór alla leið til Skotlands og Írlands. Ég var nýlega búinn að ganga fram hjá Heklu þegar gosið hófst. Man þetta mjög vel.

Related Posts