Nú fer desember að ganga í garð og þá kætast flestir því jólin eru á næsta leiti. Það er því tilvalið að skoða nokkur skemmtileg ummæli frægra um jólin og því sem tengist þeim.

bart-simpson

„Erum við ekki að gleyma tilgangi jólanna? Þið vitið, fæðingu jólasveinsins.“ – Bart Simpson.

tumblr_m93d0lkuiy1qb0fs4o1_500

„Það sem ég fíla ekki við jólapartí í vinnunni, er að þurfa að leita að nýju starfi daginn eftir.“ – Phyllis Diller.

tumblr_lkdhzowb1h1qhpmnao1_500

„Ég hætti að trúa á jólasveininn þegar ég var sex ára. Mamma fór með mig að sjá hann í verslunarmiðstöðinni og hann bað um eiginhandaráritun mína.“ – Shirley Temple.

star

„Ég var níu eða tíu ára og pabbi var rekinn á jóladag. Hann var knattspyrnustjóri og hafði tapað leik 22. eða 23. desember og þegar við sátum öll saman að borða jólamat fékk pabbi símhringingu frá einhverjum úr stjórninni sem tjáði honum að hann væri rekinn.“ – Jose Mourinho.

star

„Tveir bestu tímar ársins eru aðfangadagur og síðasti dagurinn í skólanum.“ – Alice Cooper.

Séð og Heyrt telur dagana fram að jólum.

Related Posts